Allt frá landnámi hafa fiskveiðar verið mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar og fyrr á öldum sóttu erlendar þjóðir stíft á miðin kringum Ísland. Baskar stunduðu hér hvalveiðar, Frakkar voru hér langdvölum og Norðmenn reistu hér bæði hvalstöðvar og síldarverksmiður, auk þess að stunda hér línuveiðar. Ísland var miðstöð hval- og síldveiða og erlendir sjó- og kaupsýslumenn settu sín spor í íslenska menningu, tækniframfarir og atvinnuhætti. Víða um land er að finna minjar um horfna tíð, spor í söguna sem eru verðmæti á heimsmælikvarða.
Tækniframfarir hafa verið miklar, frá útgerð á litlum árabátum til verksmiðjutogara og vinnsla í landi hefur sömuleiðis tekið miklum stakkaskiptum. Þekkingin hefur breyst sem og mannlífið og menningin.
|
|
Kort af fengsælum fiskimiðum Eyjasjómanna |
Í blaðinu Bliki árið 1969 birtist kort af fiskimiðum Eyjasjómanna. Miðin eru staðsett eftir miðakorti miðaglöggs skipstjóra í Vestmannaeyjum. Til að skoða kortið, þarf að smella á tengilinn hér að neðan.
Kort af fengsælum fiskimiðum Eyjasjómanna |
Cod-nets, boats and men. A study of winter-season fishing on the southwest coast of Iceland |
Pétur Kristjánsson, in his essay from the year 1985, discusses how "some people associate Iceland with fish and some fish associate Iceland with people. In Iceland anyhow, these two animals meet quite frequently, especially during the winter season". The essay is about the people that partake in the actual fishing during the winter season, - the crews of the boats. Pétur's aim is to give a descriptive account of the technique used in the cod-net fishing, the organisation of work on board and the crew's social system.
Cod-nets, boats and men. A study of winter-season fishing on the southwest coast of Iceland |
Fagur, fagur fiskur í sjó. Hugmyndir Íslendinga um viðskipti með aflakvóta |
Hér er um að ræða MA ritgerð Óðins Gunnars Óðinssonar frá árinu 1997 um hugmyndir Íslendinga um viðskipti með aflakvóta og er viðfangsefni hennar í meginþáttum tvíþætt. Annars vegar að sýna hvernig Íslendingar töluðu sig inn í aflamarkskerfi í fiskveiðum og hvernig þær breytingar sem fylgdu í kjölfarið koma fram í umræðum um viðskipti með fiskveiðikvóta. Hins vegar er leitast við að varpa ljósi á breytingarferli sem er samofið sögulegum og félagslegum þáttum. Þetta ferli snýst ekki aðeins um form eða tæknilega útfærslu fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi eða þá vistfræðilegu og hagrænu þætti sem mikilvægar stofnanir þjóðfélagsins hafa beint umræðunni um fiskveiðistjórnun í, það snýst ekki síður um þekkingarfræðilegar breytingar, reynslu, siðferði og vald til þess að móta leikreglur.
Fagur, fagur fiskur í sjó. Hugmyndir Íslendinga um viðskipti með aflakvóta. Bls.: (1-49) (50-99) (100-149) (150-199) (200-219) |
Togaraútgerð í Reykjavík 1920-1931 |
Bjarni Guðmarsson fjallar í ritgerð sinni frá árinu 1985, um togaraútgerð í Reykjavík frá árinu 1920-1931, kannar og rekur hvernig einkaframtakinu farnaðist reksturinn á togurunum og leitast við að svara því hverjar voru helstu orsakir hins mikla uppgangs togaraútgerðar í Reykjavík á fyrstu árum þriðja áratugarins. Veltir hann því fyrir sér hvort sú þróun hafi að öllu leyti verið heillavænleg og einnig því hvernig útgerðin lagaði sig að þeim erfiðleikum sem hún mætti á því tímabili. Einnig spyr hann hvort hefði verið þörf á að hafa eftirlit og bein afskipti fyrr af útgerðinni. Þá er fjallað um ástand togaraútgerðarinnar í Reykjavík um tugaskiptin og hvernig hún var búin undir heimskreppu.
Togaraútgerð í Reykjavík 1920-1931 (bls. 1-51)
Togaraútgerð í Reykjavík 1920-1931 (bls. 52-102) |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 4 |