Veðurfarslýsingar úr Djáknaannálum |
Djáknaannálar fjalla um atburði sem áttu sér stað á Íslandi á árunum 1731-1794. Höfundur frumgerðar Djáknaannálanna er Tómas Tómasson, fæddur 12. apríl 1756 að Þóroddsstöðum í Hrútafirði og lést árið 1811. Tómas útskrifaðist úr Hólaskóla árið 1775 og bjó að Þóroddsstöðum til 1789 og var um tíma hreppstjóri í Hrútafirði. Eftir það flutti hann að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þar sem hann starfaði sem bóndi og hreppstjóri til æviloka. Að Tómasi látnum hreinritaði Hallgrímur Jónsson djákni á Sveinsstöðum í Þingi Djáknaannála og jók jafnframt við hann. Hallgrímur var fæddur 12. október 1780 í Skagafirði. Frásögnum af árferði í Djáknaannálunum hefur verið safnað saman og hægt er að nálgast þær hér.
|