Hlunnindi jarða og ýmsar aðgerðir sem takmarka nýtingu þeirra |
Hlunnindi jarða voru um aldir stór þáttur í afkomu fólks í byggðum landsins. Með búseturöskun og breyttum lífsháttum á síðari tímum breyttist þetta, sumt féll í gleymsku og annað hefur komið í staðinn, en margt hefur þó haldið gildi sínu. Sem lítið dæmi um breyttar áherslur má nefna að sportveiði margs konar hefur komið í stað þess að veiða sér til bjargar og jafnvel til að bjarga fólki frá hungri. Hlunnindi jarða og ýmsar aðgerðir sem takmarka nýtingu þeirra er heiti erindis Árna Snæbjörnssonar, hlunnindaráðunauts hjá Bændasamtökum Íslands, sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka eiganda sjávarjarða þann 22. nóvember 2002. Hlunnindi jarða |
|
Útræði frá sjávarjörðum - saga, hefðir, réttur |
Snemma á öldum helguðu kirkjustofnanir og auðmenn sér með einhverju móti tollfría skipstöðu á jörðum þaðan sem best var að gera út. Hvað varðar veraldlega auðmenn má minnast á Bessastaði þar sem Snorri Sturluson hafði bú á 13. öld og kóngsvaldið danska sat síðar og gerði út báta í svo stórum stíl að Álftanes kallaðist Kóngsnes á seytjándu öld. Þetta voru kvótaeigendur síns tíma. Hvernig er þessu varið nú?
Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur hjá Árnastofnun fjallar um sjávarjarðir í erindi sínu Útræði frá sjávarjörðum - saga, hefðir, réttur, sem hún hélt á ráðstefnu Samtaka eigenda sjávarjarða þann 22. nóvember 2002.
Útræði frá sjávarjörðum – saga, hefðir, réttur |
Frá fyrstu tíð hefur þjóðin nýtt afurðir hafsins sér til lífsviðurværis. Á árum áður var auður stranda og fjöru kærkomin búbót. Þekking fólks á fjörugróðri, strandjurtum og skeljum var almenn og mun meiri en nú er. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur, er ein þeirra sem gaman hefur að því að skoða fjöruna. Í erindi sínu Strandnytjar sem hún hélt 15. janúar 2011 á vegum Íslenska vitafélagsins - félags um íslenska strandmenningu, ræddi hún um fjörunytjar fyrr og nú.
|
Fuglanytjar hafa löngum þótt góð búbót við strendur landsins. Dúntekja, eggjataka og fugl töldust til hefðbundinna hlunninda víða um land. Á Breiðafjarðareyjum sem og á öðrum eyjum úti fyrir Íslandsströndum voru fuglanytjar á meðal mikilvægustu búgreina.
Hið gjöfula Ísland. Fuglanytjar á fjórum eyjum við Ísland. Gróa Másdóttir
|
|
|
|