Women Coping with Change in an Icelandic Fishing Community: A Case Study |
 Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í Women's Studies International Forum árið 2000. Unnur fjallar hér um markaðsvæðingu og þau áhrif sem kvótakerfi Íslendinga, ásamt dvínandi áhuga ríkisins á svæðisbundinni stefnumörkun, hefur haft á líf fólks í fiskveiðisamfélögum. Fjallað er sérstaklega um áhrif á konur á Eyri þar sem samfélaginu hefur ekki auðnast að nýta sér kerfi þar sem færri og stærri fyrirtæki hafa vinninginn; Eyri er þrýst lengra og lengra að jaðrinum þar sem það stendur frammi fyrir nýjum áskorunum en áherslur kvenna og karla, þegar kemur að vali á aðferðum til bjargráða og aðlögunar, virðast um margt ólíkar.
Women Coping with Change in an Icelandic Fishing Community: A Case Study |
|
The Role of Women in the Fisheries Sector |
 Lokaskýrsla MacAlister Elliot og Partners Ltd., The Role of Women in the Fisheries Sector, skrifuð fyrir European Commission Directorate General for Fisheries, í mars árið 2002. Skýrslan fjallar um hlutverk kvenna í fiskiðnaði í nokkrum Evrópulöndum þar sem skoðuð eru m.a. vinnumál, lagaleg- og félagsleg staða, félags- og menningarlegar hindranir, og efnahagur kvenna. Helstu niðurstöður eru þær að konum almennt finnast þær ekki velkomnar til fiskveiða en hafa svo sem engan áhuga hvort sem er; þær hafa náð nokkrum árangri í stjórnunarstörfum og þá helst hjá hinu opinbera; launamunur kynjanna er um 12%, konum í óhag; og stuðningshlutverk eiginkvenna sjómanna er mikilvægt en jafnframt vanmetið. Uppástungur um aðgerðir til úrbóta er einnig að finna þarna. Hægt er að finna frekari upplýsingar, viðauka, upplýsingar skipt eftir löndum o.fl.
The Role of Women in the Fisheries Sector
|
Vestfirsk fjölmenning: um menningarlega fjölbreytni í sjávarþorpum |
 Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í Ársriti sögufélags Ísfirðinga árið 2003 þar sem fjallað er um aukna fólksflutninga til Íslands og í sjávarbyggðir Íslands. Jafnframt eru hugtökin menning og fjölmenning tekin fyrir og þá sérstaklega í tengslum við fjölmenningarleg samfélög á Vestfjörðum. Í lokaorðum greinarinnar stendur m.a.: „Fjölmenningarstefna er eina færa leiðin í bættri sambúð og auknum skilningi en hún er vandmeðfarin og því mikilvægt að gagnrýnni umfjöllun sé viðhaldið og að við leyfum hvers kyns fjölbreytileika og samræður. Mikilvægt er að hafa í huga að fólk hefur mismikinn áhuga á að tilheyra ákveðnum þjóðernishóp og vill geta valið í hvaða siði það heldur og hverju það sleppir í nýju landi".
Vestfirsk fjölmenning: um menningarlega fjölbreytni í sjávarþorpum |
Responses to Global Transformations: Gender and Ethnicity in Resource-Based Localities in Iceland |
 Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í tímaritinu Polar Record árið 2004 þar sem hún fjallar um áhrif hnattvæðingar á lítil sjávarþorp á Íslandi. Ekki hafa allir íbúar náð með jákvæðum hætti að nýta sér þær breytingar sem til hafa komið vegna efnahagslegrar endurskipulagningar, nýrrar framleiðslutækni og breytinga á tilflutningi vinnuafls; sumir hafa tapað á meðan aðrir hafa unnið.
Responses to global transformations: gender and ethnicity in resource-based localities in Iceland
|
Global Processes, Localities and Gender Identities: A Feminist Perspective on Changes in Icelandic Fisheries |
 Kafli eftir Unni Dís Skaptadóttur úr bókinni Changing Tides: Gender, Fisheries and Globalization sem gefin var út árið 2005. Hér horfir Unnur á breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskum sjávarsamfélögum í samhengi við hnattvæðingu, út frá kynjuðu sjónarhorni. Rannsóknir úr fjórum samfélögum leiða í ljós hvernig íslenskar konur og menn hafa höndlað breytta eignaraðild sem endurspeglast í núverandi kvótakerfi. Feminískt sjónarhorn getur varpað ljósi á það hvernig kyn er mótað í daglegu lífi dreifbýlis sem hefur orðið fyrir áhrifum af völdum hnattvæðingar og hvernig úrræði kynjanna til aðlögunar að breytingum benda til breytinga á sjálfsmyndum, mótspyrnu og undanláts.
Global Processes, Localities and Gender Identities: A Feminist Perspective on Changes in Icelandic Fisheries |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 2 af 3 |