headBanner11.jpg
Velkomin á vef fishernet.is
  • Arctic Portal
  • AP Community
  • Portlets
  • Arctic Council
  • Science
  • Organizations
  • Maps
  • Library
  • Acronyms
  • Links
  • Search
  • Heim
  • Um okkur
  • Fishernet skýrslur
  • Sögur úr sjávarbyggðum
  • Samfélag
  • Strandmenning
  • Bátar, skip og smíðar
  • Fiskveiðar
  • Sjávarspendýr
  • Grænland og Færeyjar
  • Ströndin
  • Bækur, tímarit & kvikmyndir
  • Ráðstefnur
  • Fréttir og fundir
  • Áhugaverð verkefni
  • Efni úr fjölmiðlum
  • Áhugaverðir tenglar
  • Efnistök
  • Veftré
  • Innskráning
Icelandic(IS)English (United Kingdom)
forum

friendlybanner_logo

fishernet_newsletter_3_logo

Forsíða Fréttir og fundir Fréttir og fundir Þriðja fréttabréf Trossunnar
Þriðja fréttabréf Trossunnar

fishernet_newsletter_3_logo

Nú er komið út þriðja fréttabréf samevrópska verkefnisins FISHERNET: Fishing Cultural Heritage Network sem Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem hlotið hefur styrk frá Menningaráætlun Evrópusambandins en lykilþátttakendur eru frá Galesíu (Spáni), Noregi, Búlgaríu, Íslandi, Kýpur og Orkneyjum (Bretlandi). Verkefnið miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn og menningu fiskveiðisamfélaga. Framlag Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er sérstaklega tengt  fiskveiðimenningu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Íslenski hlutinn gengur undir nafninu Trossan og er að finna á vefslóðinni  www.fishernet.is.

Í fréttabréfi FISHERNET kennir ýmissa grasa frá þátttakendum verkefnisins og má þar nefna stutta kynningu á búlgarska vitaverkefninu sem tengist Alþjóðlega vitadeginum sem haldinn verður hátíðlegur um heim allan í ágúst 2010. Nú þegar hefur fimmtíu og ein þjóð skráð sig til leiks. Í fréttabréfinu er einnig umfjöllun um Slettnesvitann í Finnmörku (Finnmark) í Noregi sem er nyrsti viti á meginlandi Evrópu, tekinn í notkun árið 1905. Þar er nú kaffihús og eru sýningar haldnar í turni vitans. Jafnframt er sagt frá fundum og vettvangskönnunum í verkefninu sem voru í Reykjavík, á Siglufirði, Húsavík og Akureyri í maí síðastliðnum. Hluti af dagskránni var ráðstefnan 'Auður hafs og stranda: frumkvæði og nýsköpun til nýtingar menningararfs'. Meðal þeirra sem þar tóku til máls var Kristján  L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem ávarpaði gesti við upphaf fundarins. 

Hægt er að nálgast fréttabréfið á heimasíðu Trossunnar. Þar einnig að finna gagnlegt efni; greinar, ritgerðir og annað efni tengt sjávar- og strandmenningu á Íslandi og Norður-Atlantshafi sem gæti hæglega nýst til rannsókna, kennslu eða skemmtunar.

 
fishernet.is | Stofnun Vilhjálms Stefánssonar | http://www.svs.is | sími: 460 8980 | bréfsími: 460 8989 | hafa samband