Skrímslasetrið á Bíldudal |
Verkefnið Sérstök áhersla verður á Arnarfjörð sem mesta skrímslasvæði á Íslandi, miðað við þann fjölda sagna sem til er þaðan. Uppbygging skrímslaseturs á Bíldudal í þeim tilgangi að varðveita og kynna á lifandi hátt þær þúsundir skrímslasagna sem til eru á Íslandi. Hverjir standa að verkefninu?
Húsnæði Sjálfboðaliðar Hönnunin: Aðalhönnuður er Árni Páll Jóhannsson og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín sér um tæknivinnu og margmiðlun. Gerð verður 15 mínútna neðansjávar bíómynd sem sýnd verður á gluggum kafbáts sem gestir setursins fara inní við upphaf heimsóknar í setrið. Þetta verður einhverskonar skrímslaskoðunarferð um undirdjúp fjarðarins. Þar að auki verður í setrinu fræðihluti þar sem hægt verður að fræðast um allt sem viðkemur skrímslum á Íslandi bæði í myndum og hljóði. Útisvæði: Mikið verður lagt upp úr útisvæði setursins og að aðgengi gesta verði sem best. Mikil veðurblíða einkennir Bíldudal og verður því byggður stór pallur fyrir framan setrið þar sem ýmsar uppákomur verða í boði fyrir ferðamenn og aðra gesti, t.d. kræklingaveislur, tónlist og sögumenn. Einnig verða í garði setursins uppblásin skrímsli sem höfða til yngstu gestanna. Leiga á húsnæði: Ekki er allt húsið notað undir skrímslin og er verið að vinna í því að leigja út hluta þess til að styrkja rekstur. Starfsstöðvar: Í hluta hússins er verið að vinna að uppsetningu starfsstöðva þar sem unnin verða skráningastörf fyrir opinbera stofnun. Arnfirðingastofa: Í samstarfi með Arnfirðingafélaginu í Reykjavík verður sett upp stofa með upplýsingum um þjóðþekkta Arnfirðinga t.d. Jón Sigurðsson forseta, Gísla á Uppsölum, Mugg o.fl. Mikilvægt fyrir samfélagið: Verkefnið hefur notið mikils velvilja heimamanna og brottfluttra. Hefur öflug samstaða og þátttaka sjálfboðaliða vakið mikla athygli og meðal annars verið gerður sjónvarpsþáttur um verkefnið. Fjöldi starfa: Við setrið koma til með að vinna tveir til þrír starfsmenn á sumrin en einn starfsmaður allt árið. Að auki bætast við þrjú til fjögur skráningastörf. Við uppbygginguna hefur verið einn starfsmaður auk verktaka við einstök verkefni. Staðan: Verið er að leggja lokahönd á undirbúning húsnæðis fyrir sýninguna og verða innréttingar settar upp í byrjun maí. Vinnsla á sýningu er langt komin og reiknað er með að opnað verði um miðjan júní 2009. |