headBanner11.jpg
Velkomin á vef fishernet.is
  • Arctic Portal
  • AP Community
  • Portlets
  • Arctic Council
  • Science
  • Organizations
  • Maps
  • Library
  • Acronyms
  • Links
  • Search
  • Heim
  • Um okkur
  • Fishernet skýrslur
  • Sögur úr sjávarbyggðum
  • Samfélag
  • Strandmenning
  • Bátar, skip og smíðar
  • Fiskveiðar
  • Sjávarspendýr
  • Grænland og Færeyjar
  • Ströndin
  • Bækur, tímarit & kvikmyndir
  • Ráðstefnur
  • Fréttir og fundir
  • Áhugaverð verkefni
  • Efni úr fjölmiðlum
  • Áhugaverðir tenglar
  • Efnistök
  • Veftré
  • Innskráning
Icelandic(IS)English (United Kingdom)
forum

friendlybanner_logo

fishernet_newsletter_3_logo

Forsíða Áhugaverð verkefni Krókaverkefnið
Krókaverkefnið

krokaverkefnid_mynd

Á Snæfellsnesi eru minjar og mannlíf tengd útgerð og sjósókn, allt frá landnámi til vorra daga. Þar finnst margt áhugavert tengt sjónum, sem gaman er að heyra um, upplifa og skoða, eða jafnvel smakka.

Hópur fólks á Snæfellsnesi hefur nú tekið höndum saman og eru að vinna að verkefni sem byggir á nálægð við sjóinn, þeim tækifærum og sérstöðu sem það skapar þessu svæði. Verkefnið kallast Lífið við sjávarsíðuna – áfangastaðurinn Snæfellsnes.

Markmiðið með þessu verkefni er að miðla þekkingu, auka framboð á dægradvöl og auðga upplifun þeirra sem sækja Snæfellsnes heim.

Í sumar var gefin út lítil „krókabók“ – þar sem kynntir eru 14 aðilar sem eru í Krókaverkefninu (verkefnið er kallað Krókaverkefnið í daglegu tali) og eru nú þegar með einhverja „vöru" að bjóða fólki. Það er líka hægt að safna stimplum í þessa bók þegar maður heimsækir staðina.

Þessu verkefni var ýtt úr vör nokkuð nýlega og var haldið námskeið fyrir þátttakendur vorið 2009 í samstarfi við IMPRU og Hólaskóla. Í framhaldi af því varð nokkur vöruþróun hjá einstaka aðilum í verkefninu; einhverjir eru enn að þróa sína vöru og eru ekki byrjaðir að taka á móti fólki, en svo eru líka rótgrónir aðilar þátttakendur í þessu verkefni þar sem starfsemin hefur verið að þróast og geta þeir aðilar miðlað af reynslu sinni.

Í pdf skjalinu hér a neðan er að finna upplýsingar um grunnhugmyndina sem lagt var af stað með í þetta verkefni og þátttakendalistann.

Listi yfir þátttakendur

Krókaleið um Snæfellsnes 
 
fishernet.is | Stofnun Vilhjálms Stefánssonar | http://www.svs.is | sími: 460 8980 | bréfsími: 460 8989 | hafa samband