Samstarfsverkefni Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði við Bátaverndarmiðstöð Norður-Noregs í Gratangen um menntun bátasmiða |
Verkefnið hófst síðla árs 2007. Markmiðið er að gamli Slippurinn á Siglufirði öðlist nýtt líf og að þar verði hægt að halda námskeið í smíði báta. Tveir smiðir fóru til Gratangen á haustdögum 2008 og smíðuðu bát undir leiðsögn heimamanna. Auk þess kynntu þeir sér bátavernd í Noregi og tóku þátt í ráðstefnu um samíska báta. Í júlí 2009 verður annað námskeið á Siglufirði undir leiðsögn yfirskipasmiðsins í Gratangen. Myndin er tekin í október 2007 þegar norður-norskir bátasérfræðingar komu í heimsókn í Slippinn og sátu undirbúningsfund með heimamönnum.
• Menntun bátasmiða - endurheimt fornrar þekkingar á smíði tréskipa. Slippurinn - gamla bátasmíðastöðin - verði kjarninn í nýrri deild Síldarminjasafnsins þar sem lögð verði áhersla á sögu íslenskrar Gamla skipasmíðastöðin hefur staðið að mestu ónotuð í allmörg ár. Þar eru öll tæki til reiðu, þ.m.t. gamlar vinnuvélar og vinnurými er gott - allt er þar tilbúið til nýrrar starfsemi. Bátasmíðaskemman var byggð 1934 og mun dráttarbrautin vera að stofni til frá sama tíma. Um áratugi var Slippurinn starfræktur sem skipasmíðastöð og þar fóru fram viðgerðir smárra og meðalstórra skipa fram yfir 1990. Sjá frétt um verkefnið hér.
|