Kortlagðar frásagnir af árferði fyrr á öldum |
There are no translations available.
Lýsingar á árferði á Íslandi fyrr á öldum má meðal annars finna í annálum sem ritaðir hafa verið í gegnum tíðina. Frásagnirnar einkennast iðulega af miklum harðindum, sem til dæmis má rekja til landskjálfta, eldgangs, snjóþunga, sjóstorma, hafíss auk annars sem hafði áhrif á lífsviðurværi og afkomu manna.
Merktar hafa verið inn á kort nokkrar frásagnir sem tengja saman loftslag og haf- og fiskveiðimenningu Íslendinga. Heimildirnar eru Íslands Árbækur í sögu-formi eftir Jón Espólín og Djáknaannálar, en frumgerð þeirra er skrifuð af Tómasi Tómassyni og Hallgrímur Jónsson hreinritaði.
Kortið má finna hér. |
|
Sjóskaðar á árunum 1734-1794 |
There are no translations available.
Frásagnir af sjósköðum á árunum 1734-1794 hafa verið teknir saman og atburðirnir merktir inn á tímaás. Nýta má tímaásinn til að öðlast skilning á umfangi þess háska er steðjaði að íslenskum sjófarendum á átjándu öld. Heimildirnar eru fengnar úr Djáknaannálum, sem gefnir voru út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi í Reykjavík árið 1987.
Hér má finna tímaásinn. |
Veðurfarslýsingar úr Íslands Árbókum í sögu-formi |
There are no translations available.
Jón Espólín var fæddur á Espihóli í Eyjafjarðasveit árið 1769. Faðir hans, Jón Jakobsson var sýslumaður og móðir hans, Sigríður Stefánsdóttir var systir Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Jón fékk fína barnamenntun á Íslandi og faðir hans kostaði hann til háskólanáms í Kaupmannahöfn sem hann lauk árið 1792. Hann giftist Rannveigu Jónsdóttur, sem var af fátækri fjölskyldu, þrátt fyrir hótanir frá föður sínum og frændum sem leist illa á ráðahag Jóns. Rannveig var Jóni til framdráttar og reyndist honum ómetanleg, hún var myndarleg og framsýn búkona og fór skynsamlega með alla fjármuni. Jón gegndi sýslumannsembættum hingað og þangað um landið samhliða grúski og skrifum, en hann var mikill áhugamaður um sögu. Jón lést árið 1836 og var jarðsettur í Flugumýrarkirkjugarði.
Íslands Árbækur í sögu-formi voru skrifaðar af Jóni Espólín, sem heimildasafn um árferði og annað sem átti sér stað á Íslandi á árunum 1263-1832.
Frásögnum af árferði úr Íslands Árbókum hefur verið safnað saman og finna má gögnin hér. |
Weather reports from Deacons Chronicles |
the Deacons Chronicle's final draft Chronicles discuss the events that took place in Iceland in 1731-1794.
Author of the original the Deacons Chronicle's final draft chronicles is Thomas Thomasson, born 12th April 1756 to Þóroddsstöðum in Hrútafjörður
and died in 1811. Thomas graduated from Hólar in 1775 and lived at Þóroddsstöðum to 1789 and
time it was the civil parish councils of Hrútafjörður. He then moved to The large-Ásgeirsá in Víðidalur, where
He worked as a farmer and civil parish councils for life.
After Thomas had died, pure wrote Hallgrímur Jónson deacon Sveinsstaðir in Congress the Deacons Chronicle's final draft (delete)
and substantially increased at the same time the information it contained Hallgrímur was born 12th October 1780 in Skagafyrði |
|
|
|
|