DocumentsDate added
Höfundur: Jökull Jakobsson
Leikstjórn: Sveinn Einarsson
Frumsýning: 26.október 1965 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi leikritið 40 sinnum.
Sjóleiðin til Bagdad gerist í landi, en aðalpersónan er sjómaður með pokann sinn. Líkt og Hart i bak höfðaði þetta verk Jökuls Jakobssonar rækilega í gegn og hefur síðan verið sýnt víða um land.
Höfundur: Indriði Einarsson
Leikstjórn: Jens B.Waage
Frumsýning: 13. febrúar 1903 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 9 sinnum
Skipið sekkur var fyrsta leikritið sem Leikfélag Reykjavíkur tók til sýninga. Leikritið gekk enn fyrir fullu húsi þegar mikið sjóslys varð á Faxaflóa og var þá sýningum hætt, þar sem ekki þótti viðeigandi að halda þeim áfram. Í leikritinu var í fyrsta sinn frumsamin íslensk tónlist fyrir leikfélagið en uppfrá því varð leiksviðið einn helsti vettvangur íslenskra tónskálda.
Höfundur: Agnar Þórðarson
Leikstjórn: Haraldur Björnsson
Frumsýning: 8. janúar 1955 hjá Þjóðleikhúsinu sem sýndi verkið 8 sinnum.
Þeir koma í haust var fyrsta verk Agnars Þóðarsonar sem birtist á sviði. Leikritið fjallar um síðustu ár norrænnar byggðar á Grænlandi og í verkinu kemur Agnar með sínar getgátur um af hverju byggð lagðist af. Agnar Þórðarson varð síðar afkastamikill leikritahöfundur, bæði fyrir svið og útvarp.
Höfundur: Jónas Árnason
Leikstjórn:Jón Sigurbjörnsson
Frumsýning 22.febrúar 1970 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 45 sinnum.
Jörundur hundadagakonungur er á meðal vinsælli viðfangsefna hjá íslenskum skáldum og rithöfunum. Fimm íslensk leikskáld hafa skrifað um Jörgen, sem hafði viðdvöl eitt sumar á landinu bláa. Indriði Einarsson skrifaði leikritið, Síðasti víkingurinn árið 1936, síðan komu Agnar Þórðarson, Gunnar M. Magnús og Ragnar Arnalds. Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason hefur þó notið mestra hylli og verið sett upp hjá áhugafélögum víða um land.